Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur 21. maí 2011 21:11 Fremstu menn á morgun, Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton. Webber náði besta tíma í dag í tímatökum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari. Webber og Vettel ræsa í tíunda skipti af tveimur fremstu stöðunum á ráslínu í Formúlu 1 móti með Red Bull liðinu. „Ef allt gengur eins og í sögu, þá munum við að sjálfsögðu geta stefnt á sigur. En maður veit aldrei. Hvað gerðist ekki í Tyrklandi í fyrra og það voru nokkur mót sem Lewis var ekki eins öflugur í tímatökum, en í keppninni gat ég ekki losnað við hann. Ég vona að það verði ekki þannig á morgun", sagði Webber í lok fréttamannafundar á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Í fyrra börðust Webber og Vettel um sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi, en lentu í árekstri, Vettel féll úr leik, Webber tafðist vegna atviksins og Hamilton kom fyrstur í endamark og því minntist Webber á Tyrkland í ummælum sínum á fréttamannafundinum. Webber hefur ekki tekist að vinn mót á þessu ári. Vettel hefur unnið þrjú mót, en Hamilton eitt og Vettel er efstur í stigamótinu með 93 stig, Hamilton er með 59, Webber 55, Button 46 og Alonso 41. Brautin sem ekin er hefur verið notuð frá árinu 1991 og síðustu 10 ára hefur ætíð sá sem er fremstur á ráslínu nælt í gullið. Erfitt hefur þótt að komast framúr á brautinni, en með nýjum dekkjum á þessu ári, KERS kerfi og stillanlegum aftuvæng þykir líklegt að meira verði um framúrakstur á Katalóníu brautinni en áður. Keppnin á Spáni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá og hefst útsendingin kl. 11.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira