Friðrik Ingi: Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2011 13:00 Peter Öqvist stýrir hér Sundsvall liðinu í vetur. Mynd/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira