Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 20:18 Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur. Ný stjórn var kosin á þinginu og kemur Rúnar Birgir Gíslason nýr inn í stjórn. Aðrir sem voru kosnir í stjórnina hafa setið þar áður en þau eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Páll Kolbeinsson og Lárus Ingi Friðfinnsson. Í varastjórn voru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson kosin. Jóhann Waage og Birgir Már Bragason náðu ekki kjöri. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var endurkjörin en hann var einn í framboði.Hér er yfirlit yfir helstu breytingar - Tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir á næsta tímabili - Leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex. - Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla - Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla - Breytingar verða á Lengjubikar karla (Fyrirtækjabikar) - Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Fyrirtækjabikar) Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þingið af heimasíðu KKÍ:Fyrir þinginu voru margar spennandi og ítarlegar tillögur og meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að í Iceland Express-deild kvenna verður leikin fjórföld umferð í einni deild á næsta tímabili. Það þýðir að A og B skiptingu deildarinnar verður ekki haldið áfram og verða því 28 leikir á næsta tímabili í efstu deild kvenna miðað við 20 leiki síðasta vetur. Fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að hverju sinni mátti þjálfari ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða. Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða. Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Í Lengjubikar kvenna verður keppni 10 liða. Öll liðin úr Iceland Express-deild ásamt tveimur úr 1. deild kvenna. Leikið verður í tveimur riðlum, fimm lið í hvorum riðli og verður ein umferð leikin þar sem allir spila við alla. Lengjubikar kvenna klárast áður en Íslandsmótið hefst. Óbreytt keppnisfyrirkomulag verður í Iceland Express-deild karla og ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla. Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún. Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur. Ný stjórn var kosin á þinginu og kemur Rúnar Birgir Gíslason nýr inn í stjórn. Aðrir sem voru kosnir í stjórnina hafa setið þar áður en þau eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Páll Kolbeinsson og Lárus Ingi Friðfinnsson. Í varastjórn voru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson kosin. Jóhann Waage og Birgir Már Bragason náðu ekki kjöri. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var endurkjörin en hann var einn í framboði.Hér er yfirlit yfir helstu breytingar - Tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir á næsta tímabili - Leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex. - Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla - Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla - Breytingar verða á Lengjubikar karla (Fyrirtækjabikar) - Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Fyrirtækjabikar) Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þingið af heimasíðu KKÍ:Fyrir þinginu voru margar spennandi og ítarlegar tillögur og meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að í Iceland Express-deild kvenna verður leikin fjórföld umferð í einni deild á næsta tímabili. Það þýðir að A og B skiptingu deildarinnar verður ekki haldið áfram og verða því 28 leikir á næsta tímabili í efstu deild kvenna miðað við 20 leiki síðasta vetur. Fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að hverju sinni mátti þjálfari ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða. Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða. Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Í Lengjubikar kvenna verður keppni 10 liða. Öll liðin úr Iceland Express-deild ásamt tveimur úr 1. deild kvenna. Leikið verður í tveimur riðlum, fimm lið í hvorum riðli og verður ein umferð leikin þar sem allir spila við alla. Lengjubikar kvenna klárast áður en Íslandsmótið hefst. Óbreytt keppnisfyrirkomulag verður í Iceland Express-deild karla og ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla. Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún. Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira