Þetta var ekki dagur stórliðanna í spænska boltanum því bæði Barcelona og Real Madrid töpuðu í dag. Real fyrir Zaragoza í dag og Barcelona lá svo fyrir Real Sociedad í kvöld.
Thiago kom Barcelona yfir eftir hálftíma leik og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Ifrán jafnaði leikinn 20 mínútum fyrir leikslok og Xabi Prieto skoraði sigurmarkið úr víti sjö mínútum fyrir leikslok.
Barcelona er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

