Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2011 14:42 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni." Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22
Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14