Fyrsti leikur FH og Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta endaði með öruggum heimasigri í Kaplakrika 29-22.
FH-ingar voru betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Ólafur Gústafsson sló taktinn snemma leiks með þrumuskotum og gestirnir úr Safamýri fundu ekki glufur á sterkri vörn þeirra. Staðan í hálfleik 14-9.
Einbeittir Hafnfirðingar hleyptu Frömurum aldrei nálægt sér í seinni hálfleiknum. Þeir voru með öll tök á leiknum og ef hægt er að segja að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum í handbolta þá á það við um þennan leik.
Hafnarfjarðarliðið var í góðum gír og ljóst er að mikið þarf að breytast í leik Fram ef liðið ætlar ekki að skella sér í sumarfrí á laugardaginn næsta.
FH – Fram 29-22 (14-9)Mörk FH (Skot): Ólafur Guðmundsson 7 (10), Ásbjörn Friðriksson 6/2 (8/3), Ólafur Gústafsson 5 (7), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Örn Ingi Bjarkason 2 (3), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (2).
Varin skot: Daníel Andrésson 11, Pálmar Pétursson 4/1.
Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ari, Baldvin, Benedikt)
Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm)
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/3 (13/4), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (9), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (3), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (3), Magnús Stefánsson 1 (2), Haraldur Þorvarðarson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (5), Jóhann Karl Reynisson 0 (1).
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 11/1, Magnús Erlendsson 5.
Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Einar 2, Jóhann, Arnar)
Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Halldór, Hákon)
Utan vallar: 10 mínútur
