Kristján: Tilbúnir og heitir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 16:45 Kristján Arason, þjálfari FH. Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“ Olís-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“
Olís-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira