Gunnar Nelson fékk brons í júdó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 15:23 Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“ Innlendar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“
Innlendar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira