Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 15:45 Phil Mickelson lék frábærlega í gær. Nordic Photos/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira