Umfjöllun: Aftur vann Keflavík í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 4. apríl 2011 21:16 Pavel Ermolinskij og Magnús Þór Gunnarsson takast hér á. Þeir áttu báðir góðan leik í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka. Keflvíkingar byrjuðu vel og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Gunnari Einarssyni komst Keflavík í 13-8. KR-ingar svöruðu hinsvegar með tíu stigum í röð á fjórum mínútum og voru komnir með fimm stiga forskot, 18-13. KR leiddi síðan með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhlutann vel og tvær magnaðar þriggja stiga körfur Magnúsar Þórs Gunnarssonar kom þeim yfir í 25-22 þegar ekki voru liðnar tvær mínútur af leikhlutanum. Keflavík var síðan 33-27 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks þegar annar tíu stiga sprettur KR kom þeim aftur yfir í 37-33. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu átta stigin í þessum spretti og var þarna kominn með 16 stig í leiknum. Keflvíkingar áttu hinsvegar lokaorðið í fyrri hálfleiknum og tókst að jafna leikinn í 44-44 fyrir leikhlé en aðeins Marcus Walker skoraði fyrir KR á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Liðin voru búin að skipta tíu sinnum um forystuna í hröðum og skemmtilegum hálfleik. Magnús Þór Gunnarsson og Thomas Sanders voru báðir komnir með ellefu stig fyrir Keflavík í hálfleik en hjá KR var Brynjar Þór með 16 stig og Marcus Walker hafði skorað 12 stig þar af 9 þeirra í öðrum leikhlutanum. Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum og liðin skiptust sex sinnum á því að hafa forystuna. Í stöðunni 61-61 tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR leikhlé og KR-ingar svöruðu með skora átta síðustu stig leikhlutans og vera 69-61 fyrir fjórða leikhlutann. Pavel Ermolinskij var aðeins búinn að skora tvö stig á fyrstu 29 mínútum leiksins en skoraði þarna fimm af þessum átta stigum. Pavel átti heldur betur eftir að láta til sína taka á næstu mínútum því hann skoraði átta stig á fyrstu fimm mínútunum fjórða leikhlutans og hjálpaði KR að ná níu stiga stiga forskot, 84-75. Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og með frábærum 10-1 spretti tókst þeim að jafna metin í 87-87. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn með sinni sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum og eins og þær flestar í leiknum var hún af dýrari gerðinni. Andrija Ciric kom síðan Keflavík í 89-87 þegar 24 sekúndur voru eftir og braut síðan á Hreggviði Magnússyni þegar 9 og hálf sekúnda var eftir. Marcus Walker komst samt á þeim tíma í frítt sniðskot og náði að jafna leikinn í 89-89 þegar rétt tæpar fimm sekúndur voru eftir. Lokaskot Andrija Ciric geigaði og því varð að framlengja annan leikinn í röð. KR-ingar skoruðu sex fyrstu stig framlengingunnar og Keflvíkingar misstu auk þess Andrija Ciric út af með fimm villur. Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur þristum í röð með aðeins 30 sekúndna millibili. Marcus Walker stal þá tveimur boltum í röð með aðeins 17 sekúndna millibili og það skilaði sér í tveimur auðveldum hraðaupphlaupskörfum og fjögurra stiga forystu, 101-97. Gunnar Einarsson setti niður þrist, minnkaði muninn í eitt stig og hélt spennunni í leiknum. Fannar Ólafsson kom KR í 103-100 en Sigurður Gunnar Þorsteinsson setti þá niður tvö víti og varði síðan sniðskot frá Marcus Walker. Magnús Þór reyndi erfitt þriggja stiga skot en Thomas Sanders náði sóknarfrákastinu og kom Keflavík yfir í 104-103. Walker tókst ekki að skora í næsti sókn og það var síðan brotið á Sigurði Gunnar Þorsteinssyni í frákastinu. Hann klikkaði á vítunum og KR fékk sókn þegar fimm sekúndur voru eftir. Ólafur Már Ægisson fékk lokaskotið en Gunnar Einarsson náði að verja skotið og sigur Keflavíkur var í höfn.Keflavík-KR 104-103 (17-20, 27-24, 17-25, 28-20, 15-14) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Keflavík tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti KR eftir eins stiga sigur, 104-103, í framlengdum leik í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, hraður, spennandi og uppfullur af áhlaupum, frábærum tilþrifum og endalausum sveiflum fram og til baka. Keflvíkingar byrjuðu vel og eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Gunnari Einarssyni komst Keflavík í 13-8. KR-ingar svöruðu hinsvegar með tíu stigum í röð á fjórum mínútum og voru komnir með fimm stiga forskot, 18-13. KR leiddi síðan með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhlutann vel og tvær magnaðar þriggja stiga körfur Magnúsar Þórs Gunnarssonar kom þeim yfir í 25-22 þegar ekki voru liðnar tvær mínútur af leikhlutanum. Keflavík var síðan 33-27 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks þegar annar tíu stiga sprettur KR kom þeim aftur yfir í 37-33. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu átta stigin í þessum spretti og var þarna kominn með 16 stig í leiknum. Keflvíkingar áttu hinsvegar lokaorðið í fyrri hálfleiknum og tókst að jafna leikinn í 44-44 fyrir leikhlé en aðeins Marcus Walker skoraði fyrir KR á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Liðin voru búin að skipta tíu sinnum um forystuna í hröðum og skemmtilegum hálfleik. Magnús Þór Gunnarsson og Thomas Sanders voru báðir komnir með ellefu stig fyrir Keflavík í hálfleik en hjá KR var Brynjar Þór með 16 stig og Marcus Walker hafði skorað 12 stig þar af 9 þeirra í öðrum leikhlutanum. Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum og liðin skiptust sex sinnum á því að hafa forystuna. Í stöðunni 61-61 tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR leikhlé og KR-ingar svöruðu með skora átta síðustu stig leikhlutans og vera 69-61 fyrir fjórða leikhlutann. Pavel Ermolinskij var aðeins búinn að skora tvö stig á fyrstu 29 mínútum leiksins en skoraði þarna fimm af þessum átta stigum. Pavel átti heldur betur eftir að láta til sína taka á næstu mínútum því hann skoraði átta stig á fyrstu fimm mínútunum fjórða leikhlutans og hjálpaði KR að ná níu stiga stiga forskot, 84-75. Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á því að gefast upp og með frábærum 10-1 spretti tókst þeim að jafna metin í 87-87. Magnús Þór Gunnarsson jafnaði leikinn með sinni sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum og eins og þær flestar í leiknum var hún af dýrari gerðinni. Andrija Ciric kom síðan Keflavík í 89-87 þegar 24 sekúndur voru eftir og braut síðan á Hreggviði Magnússyni þegar 9 og hálf sekúnda var eftir. Marcus Walker komst samt á þeim tíma í frítt sniðskot og náði að jafna leikinn í 89-89 þegar rétt tæpar fimm sekúndur voru eftir. Lokaskot Andrija Ciric geigaði og því varð að framlengja annan leikinn í röð. KR-ingar skoruðu sex fyrstu stig framlengingunnar og Keflvíkingar misstu auk þess Andrija Ciric út af með fimm villur. Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði hinsvegar leikinn með tveimur þristum í röð með aðeins 30 sekúndna millibili. Marcus Walker stal þá tveimur boltum í röð með aðeins 17 sekúndna millibili og það skilaði sér í tveimur auðveldum hraðaupphlaupskörfum og fjögurra stiga forystu, 101-97. Gunnar Einarsson setti niður þrist, minnkaði muninn í eitt stig og hélt spennunni í leiknum. Fannar Ólafsson kom KR í 103-100 en Sigurður Gunnar Þorsteinsson setti þá niður tvö víti og varði síðan sniðskot frá Marcus Walker. Magnús Þór reyndi erfitt þriggja stiga skot en Thomas Sanders náði sóknarfrákastinu og kom Keflavík yfir í 104-103. Walker tókst ekki að skora í næsti sókn og það var síðan brotið á Sigurði Gunnar Þorsteinssyni í frákastinu. Hann klikkaði á vítunum og KR fékk sókn þegar fimm sekúndur voru eftir. Ólafur Már Ægisson fékk lokaskotið en Gunnar Einarsson náði að verja skotið og sigur Keflavíkur var í höfn.Keflavík-KR 104-103 (17-20, 27-24, 17-25, 28-20, 15-14) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst, Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5. KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira