Kylfusveinn á Masters í 50 ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2011 22:45 Jackson brosmildur á æfingu um helgina. Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Sagt er að hann sé jafn nauðsynlegur fylgihluti mótsins og græni jakkinn og Magnolia Lane. Þegar Crenshaw byrjaði að vinna sem kylfusveinn á Masters voru allir leikmennirnir hvítir og þeir urðu að nota svarta kylfusveina sem voru í vinnu fyrir golfklúbbinn. Kylfusveinarnir urðu þess utan að klæðast hvítum heilgöllum og er enn haldið í þá hefð. Hún er reyndar umdeild enda er afar heitt þegar mótið fer fram og heilgallarnir gera kylfusveinunum erfitt fyrir í hitanum. Þykir mörgum sem tengingin í þrælatímabilið sé enn of sterk í Augusta. Öll sú umræða truflar þó ekki Jackson sem á ekkert nema góðar minningar frá Masters. "Ég hugsa oft til baka og á mjög margar góðar minningar frá þessu móti," sagði Jackson sem var aðeins 14 ára er hann bar kylfurnar fyrir Billy Burke árið 1961. Síðan þá hefur hann aðeins misst af einu Masters-móti. "50 ár er heil lífstíð. Það hefur verið mikð um blóð, svita og tár á þessum 50 árum," sagði Ben Crenshaw en Jackson hefur borið kylfurnar hans síðan 1976. Þetta verður í 35. skipti sem þeir fara saman á Masters. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni. Sagt er að hann sé jafn nauðsynlegur fylgihluti mótsins og græni jakkinn og Magnolia Lane. Þegar Crenshaw byrjaði að vinna sem kylfusveinn á Masters voru allir leikmennirnir hvítir og þeir urðu að nota svarta kylfusveina sem voru í vinnu fyrir golfklúbbinn. Kylfusveinarnir urðu þess utan að klæðast hvítum heilgöllum og er enn haldið í þá hefð. Hún er reyndar umdeild enda er afar heitt þegar mótið fer fram og heilgallarnir gera kylfusveinunum erfitt fyrir í hitanum. Þykir mörgum sem tengingin í þrælatímabilið sé enn of sterk í Augusta. Öll sú umræða truflar þó ekki Jackson sem á ekkert nema góðar minningar frá Masters. "Ég hugsa oft til baka og á mjög margar góðar minningar frá þessu móti," sagði Jackson sem var aðeins 14 ára er hann bar kylfurnar fyrir Billy Burke árið 1961. Síðan þá hefur hann aðeins misst af einu Masters-móti. "50 ár er heil lífstíð. Það hefur verið mikð um blóð, svita og tár á þessum 50 árum," sagði Ben Crenshaw en Jackson hefur borið kylfurnar hans síðan 1976. Þetta verður í 35. skipti sem þeir fara saman á Masters.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira