Það er rétt rúmur klukkutími í stórleik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla og stemningin þegar orðin mögnuð.
90 mínútum fyrir leik var haugur af fólki mættur í DHL-höllina og ljóst að það yrði hart slegist um sæti.
Hleypt var inn klukkan 18.00 og fylltist salurinn af fólki á mettíma.
Hér verður mikill hiti, stemning og læti á eftir. Sjá má hér að ofan þegar mannfjöldinn ryðst inn í húsið.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Slegist um sæti í DHL-höllinni
Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar
Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn