Umfjöllun: KR í úrslitin eftir sextán stiga sigur á Keflavík Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 7. apríl 2011 20:07 Marcus Walker. Mynd/Daníel Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07
Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31
Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44