ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave 31. mars 2011 11:25 Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira