Möguleikar Íslands Heiðar Guðjónsson skrifar 22. mars 2011 06:00 Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun