Körfubolti

Þór tryggði sér oddaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór lék síðast í úrvalsdeildinni árið 2009.
Þór lék síðast í úrvalsdeildinni árið 2009.
Þór Akureyri vann dramatískan 76-73 sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í Vodafonehöllinni í gærkvöldi. Valur hefði tryggt sér sæti í úrvalsdeild með sigri en missti frá sér leikinn í lokin. Þór Akureyri fór á 15-0 sprett í upphafi fjórða leikhluta, breytti stöðunni úr 64-59 í 64-74 og hélt síðan út á spennuþrungnum lokasekúndum.

Oddaleikurinn um sæti í úrvalsdeildinni fer fram á Akureyri á miðvikudaginn. Konrad Tota spilandi þjálfari Þórs skoraði 20 stig og Dimitar Petushev skoraði 8 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Óðinn Ásgeirsson (16 stig og 10 fráköst) og Ólafur Torfason (14 stig og 15 fráköst) voru líka traustir.

Calvin Wooten var með 32 stig, 9 stoðsendingar og 6 stolna hjá Val og Philip Perre skoraði 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×