Haukar, Stjarnan og ÍR verða á útivöllum í oddaleikjum í átta úrslita Iceland Express deilda karla í körfubolta í kvöld. Öll félögin hafa skipulagt rútuferðir fyrir stuðningsmenn sína, Haukar fara í Hólminn, Stjörnumenn mæta í Grindavík og ÍR-ingar fara í Keflavík.
ÍR-ingar bjóða upp á ókeypis ferð til Keflavíkur. Rúta verður fyrir stuðningsmenn á meðan pláss leyfir og er farþegum að kostnaðarlausu. Rútan fer frá íþróttahúsi Seljaskóla kl.18:00. Kl.16:30-18:00 verður andlitsmálun í íþróttahúsi Seljaskóla.
Rútur Stjörnumann fara frá Ásgarði í Garðabæ kl. 18:10 og er verð kr. 500 á mann en frítt fyrir iðkendur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.
Rúta Haukanna fer fá Ásvöllum klukkan 16.00 og kostar þúsund krónur á mann. Rútan er hinsvegar að fyllast og voru aðeins 20 sæti laus í morgun. 30 stuðningsmenn fara líka með í rútu Haukaliðsins sem leggur að stað klukkan 14.30.