Niðurstaða Icesavekosninga skilyrði lánasamnings 23. mars 2011 18:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Mynd/Stefán Karlsson Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn er að upphæð 70 milljón evrur eða um 11,3 milljarðar króna. Hann er þó háður ákveðnum skilyrðum. „Það sem er svona óhefðbundið skilyrði er að bankinn hefur sett sem skilyrði að lánshæfi íslenska ríkisins haldist ásættanlegt að mati bankans, það þýðir það að þar sem íslenska ríkið er með frekar lágt lánshæfismat ef það yrði lækkað. Þannig bankinn yrði ekki sáttur við það þá yrði lánið í raun og veru ekki afgreitt," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ísland er nú þegar metið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratins en hjá Standard & Poor's og Moody's er lánshæfið einu haki frá ruslinu. Í síðasta mánuði sagði Moody's allar líkur á því að þeir setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave samkomulaginu. Samþykki þjóðin hins vegar samninginn er líklegast að horfum verði breytt úr neikvæðum í stöðugar. Hörður segir að Landsvirkjun muni því bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en dregið verði á þessi lán. Samningurinn sem undirritaður var í dag er til tuttugu ára með hagstæðu álagi á millibankavexti. Hörður segir lánið vera mikilvægan áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og að svona langt lán styrki fyrirtækið fjárhagslega. „Ef við tökum lánið sem vil tilkynntum um í síðustu viku og þetta lán, þá erum við búin að fjármagna svona 70 prósent þannig að við sjáum í land með fjármögnunina og ef þetta lán fengist afgreitt þá myndi ég segja að fjármögnunin væri nánast kláruð," segir Hörður. Hörður segir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun vera í fullum gangi og vonast er til að halda upphaflegri áætlun. Icesave Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar. Lánasamningurinn er að upphæð 70 milljón evrur eða um 11,3 milljarðar króna. Hann er þó háður ákveðnum skilyrðum. „Það sem er svona óhefðbundið skilyrði er að bankinn hefur sett sem skilyrði að lánshæfi íslenska ríkisins haldist ásættanlegt að mati bankans, það þýðir það að þar sem íslenska ríkið er með frekar lágt lánshæfismat ef það yrði lækkað. Þannig bankinn yrði ekki sáttur við það þá yrði lánið í raun og veru ekki afgreitt," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ísland er nú þegar metið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratins en hjá Standard & Poor's og Moody's er lánshæfið einu haki frá ruslinu. Í síðasta mánuði sagði Moody's allar líkur á því að þeir setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave samkomulaginu. Samþykki þjóðin hins vegar samninginn er líklegast að horfum verði breytt úr neikvæðum í stöðugar. Hörður segir að Landsvirkjun muni því bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en dregið verði á þessi lán. Samningurinn sem undirritaður var í dag er til tuttugu ára með hagstæðu álagi á millibankavexti. Hörður segir lánið vera mikilvægan áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og að svona langt lán styrki fyrirtækið fjárhagslega. „Ef við tökum lánið sem vil tilkynntum um í síðustu viku og þetta lán, þá erum við búin að fjármagna svona 70 prósent þannig að við sjáum í land með fjármögnunina og ef þetta lán fengist afgreitt þá myndi ég segja að fjármögnunin væri nánast kláruð," segir Hörður. Hörður segir framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun vera í fullum gangi og vonast er til að halda upphaflegri áætlun.
Icesave Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira