Virðum réttindi Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Eiríkur Jónsson: skrifa 24. mars 2011 09:51 Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar