Ólína leggst gegn áskorun Barðstrendinga 25. mars 2011 11:14 Ólína Þorvaðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína. Teigsskógur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína.
Teigsskógur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira