Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2011 18:40 Jóhann Gunnar Einarsson gefur inn á nafna sinn Reynisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira