Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. mars 2011 20:54 Justin Shouse. Mynd/Valli Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Staðan er því 1-0 fyrir Stjörnuna gegn deildarmeistaraliði Snæfells og það er ljóst að það verður heitt í kolunum þegar liðin mætast öðru sinni á þriðjudaginn. Það sauð næstum því upp úr í „Fjárhúsinu“ í leikslok þegar ýmis orð voru látin falla í hita leiksins. Ryan Amaroso og Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eiga örugglega eftir að horfa í augun á hvorum öðrum í næsta leik en þeir lentu í orðaskaki eftir leikinn og munaði minnstu að það endaði með slagsmálum. Jón Ólafur Jónsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu fyrir Íslandsmeistarana. Ryan Amoroso bætti við tveimur stigum og staðan var 5-0 eftir 2 mínútur. Þeir gáfu tóninn og í stöðunni 10-1 tók Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Það breytti litlu því heimamenn skoruðu næstu 6 stig og staðan var 16-1. Jovan Zdravevski skoraði fyrstu stig Stjörnunnar utan af velli, með þriggja stiga körfu og fékk víti að auki, staðan 16-5. Eftir það breyttist sóknarleikur Stjörnunnar til hins betra eftir skelfilega byrjun. Staðan var 27-15 að loknum fyrsta leikhluta fyrir Snæfell. Stjarnan gerði ótrúlega mörg mistök á upphafsmínútum annars leikhluta. Bandaríski miðherjinn Ryan Amaroso fékk sína þriðju villu í liði Snæfells strax í upphafi annars leikhluta. Smátt og smátt náði Stjörnuliðið að minnka niður forskot heimamanna og staðan var 34-27 þegar 2.20 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Fannar Helgason skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Marvin Valdimarsson skoraði eina í viðbót og munurinn var aðeins 1 stig, 34-33. Jovan Zdravevski bætti enn einum í safnið um leið og leiktíminn rann út – spjaldið og ofaní. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Snæfell. Renato Lindmets jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrstu sókninni, 40-40. Hann kom Stjörnunni yfir 42-40. Amaroso skoraði með troðslu 42-42. Justin Shouse skoraði þrist í kjölfarið, 47-45. Daníel skoraði þrist 52-45 fyrir Stjörnuna og að þriðja leikhluta loknum var staðan 58-54 fyrir Stjörnuna. Snæfell jafnaði strax í upphafi með því að sækja að körfunni. Eitthvað sem liðið gerði lítið af í fyrstu þremur leikhlutunum. Lindmets fékk sína fimmtu villu þegar staðan var 69-67 fyrir Snæfell og 1.55 eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 72-67. Justin Shouse svaraði með með þriggja stiga skoti, 72-70,og 40 sekúndur voru eftir. Hann bætti við öðrum þristi þegar 18 sekúndum voru eftir og kom Stjörnunni yfir 73-72. Snæfell fékk innkast og Jovan Zdravevski stal boltanum af Sean Burton. Brotið var á Zdravevski sem hitti úr báðum skotunum. Zeljko Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 1,6 sek. voru eftir af leiknum - hann hitti úr fyrra skotinu en reyndi ekki að skora úr því síðara. Amaroso náði frákastinu en skot hans úr erfiðri stöðu fór framhjá. Snæfell-Stjarnan 73-75 (27-15, 13-23, 14-20, 19-17)Snæfell: Ryan Amaroso 19/13 fráköst, Sean Burton 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Zeljko Bojovic 9/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 7/9 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2.Stjarnan: Jovan Zdravevski 20/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Renato Lindmets 13/12 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Marvin Valdimarsson 5, Ólafur Aron Ingvason 2, Guðjón Lárusson 2/9 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira