Íslenska undir 17 ára landsliðið í handknattleik sigraði í dag landslið Sviss, 29-26, en leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins í handbolta.
Ísland var í riðli með Spánverjum, Svisslendingum og Króötum en íslenska landsiðið komst ekki áfram úr riðlinum vegna markatölu.
Spánn, Ísland og Króatía enduðu öll með 4 stig í riðlinum og því var það markatala sem skar út um það hvaða lið kæmist á Evrópumótið. Króatar höfnuði því í efsta sæti riðilsins og eru því komnar á lokamót Evrópukeppninnar. Íslensku stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins.

