Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, horfði á sína menn tapa 0-1 í kvöld í fyrri leiknum sínum á móti portúgalska liðinu Braga í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
„Við byrjuðum leikinn ekki vel og við vorum skelfilegir fyrstu 35 mínúturnar," sagði Kenny Dalglish.
„Strákarnir náðu aðeins að laga sinn leik í seinni hálfleik og ég tal að við eigum enn ágæta möguleika þrátt fyrir 0-1 tap," sagði Dalglish.
Kenny Dalglish: Vorum skelfilegir fyrstu 35 mínúturnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
