Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2011 22:00 Kobe Bryant í leiknum á móti Miami. Mynd/AP Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk. NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk.
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira