Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2011 22:00 Kobe Bryant í leiknum á móti Miami. Mynd/AP Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira