Körfubolti

Þórsarar og Valsmenn komnir í 1-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson stýrði Val til sigurs í Borgarnesi í kvöld.
Yngvi Gunnlaugsson stýrði Val til sigurs í Borgarnesi í kvöld. Mynd/Stefán
Úrslitakeppnin í 1. deild karla í körfubolta hófst í kvöld. Þór Akureyri og Valur komin í 1-0 í einvígum sínum og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um sæti í Iceland Express deild karla á næsta tímabili.

Þór Akureyri vann 81-72 sigur á Breiðabliki á Akureyri þrátt fyrir að vera fimm stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar unnu fjórða leikhlutann 29-15 og tryggðu sér sigurinn. Dimitar Petrushev skoraði 16 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik og Konrad Tota var einnig með 21 stig. Þorsteinn Gunnlaugsson var með 19 stig og 13 fráköst hjá Blikum. Næsti leikur er í Smáranum á sunnudagskvöldið.

Valsmenn unnu 96-91 sigur á Skallagrími í Borgarnesi eftir að hafa verið 55-40 yfir í hálfleik. Skallagrímsmenn unnu þriðja leikhlutann 30-19 en Valsmenn höfðu höfðu betur eftir spennandi lokaleikhluta. Calvin Wooten (35 stig og 8 stoðsendingar) og Philip Perre (25 stig og 10 fráköst) voru í aðalhlutverki hjá Val en Hafþór Ingi Gunnarsson og Mateuz Zowa skoruðu báðir 20 sig fyrir Skallagrím. Næsti leikur er í Vodafone-höllinni á sunnudagskvöldið.





Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjum kvöldsins.Þór Ak.-Breiðablik 81-72 (23-20, 11-17, 18-20, 29-15)

Þór Ak.: Dimitar Petrushev 21, Konrad Tota 21/7 fráköst, Wesley Hsu 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 13/10 fráköst, Óðinn Ásgeirsson 10/11 fráköst/3 varin skot, Hrafn Jóhannesson 2.

Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 19/13 fráköst, Steinar Arason 12, Nick Brady 11, Arnar Pétursson 9/5 stoðsendingar, Aðalsteinn Pálsson 8, Atli Örn Gunnarsson 7/5 fráköst, Rúnar Pálmarsson 6.



Skallagrímur-Valur 91-96 (20-28, 20-27, 30-19, 21-22)

Skallagrímur: Hafþór Ingi Gunnarsson 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Mateuz Zowa 20/19 fráköst, Kristján Andrésson 17/4 fráköst, Darrell Flake 16/7 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 16, Trausti Eiríksson 2/9 fráköst/7 stoðsendingar.

Valur: Calvin Wooten 35/6 fráköst/8 stoðsendingar, Philip Perre 25/10 fráköst, Birgir Björn Pétursson 10/8 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 9, Sigmar Egilsson 5, Björgvin Rúnar Valentínusson 5/5 fráköst, Alexander Dungal 4, Snorri Páll Sigurðsson 3/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×