Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. mars 2011 19:32 Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið. Icesave Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið.
Icesave Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira