Körfubolti

Valur og Þór Akureyri mætast í úrslitum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Valur og Þór Akureyri tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum um eitt laust sæti í Iceland Express deildinni í körfubolta. Eitt lið mun fylgja Þór Þorlákshöfn upp í efstu deild og keppa fjögur lið um eitt laust sæti í 1. deildinni.

Valur vann góðan sigur á Skallagrími á heimavelli, 95-82. Philip Perre var stighæstur í liði Vals með 33 stig og tók þess að auki 11 fráköst. Þór Akureyri vann útisigur á Breiðablik í Smáranum í kvöld 84-88. Aðalsteinn Pálsson skoraði 22 stig fyrir Breiðablik og það sama má segja um Konrad Tota hjá Þór.

Bæði Valur og Þór Ak. unnu fyrri leikina og munu því mætast í úrslitaleik um sæti í efstu deild. Nýverið féllu KFÍ og Hamar úr Iceland Express deildinni.

Breiðablik-Þór Ak. 84-88 (29-25, 21-15, 24-22, 10-26)

Breiðablik: Aðalsteinn Pálsson 22/6 fráköst, Arnar Pétursson 13/7 stoðsendingar/6 stolnir, Atli Örn Gunnarsson 12/9 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Steinar Arason 12/7 fráköst, Ágúst Orrason 8, Snorri Hrafnkelsson 8, Nick Brady 4/4 fráköst, Hákon Bjarnason 3, Rúnar Pálmarsson 2.

Þór Ak.: Konrad Tota 22/10 fráköst, Wesley Hsu 18, Ólafur Torfason 18/13 fráköst/6 stoðsendingar, Dimitar Petrushev 16/7 fráköst, Óðinn Ásgeirsson 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Hrafn Jóhannesson 2.

Valur-Skallagrímur 95-82 (29-13, 21-24, 20-21, 25-24)

Valur: Philip Perre 33/11 fráköst, Calvin Wooten 24/6 fráköst/9 stoðsendingar, Björgvin Rúnar Valentínusson 12/5 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 11/9 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Birgir Björn Pétursson 6, Sigmar Egilsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alexander Dungal 2, Snorri Páll Sigurðsson 2/4 fráköst, Pétur Þór Jakobsson 2.

Skallagrímur: Hafþór Ingi Gunnarsson 27, Darrell Flake 24/13 fráköst, Kristján Andrésson 10, Mateuz Zowa 8/7 fráköst, Trausti Eiríksson 4/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Birgir Þór Sverrisson 4, Finnur Jónsson 3, Halldór Gunnar Jónsson 2/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×