Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 20:15 Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Mynd/ÓskarÓ Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum