Lán í Búðarháls skilyrt - Icesave hangir á spýtunni 17. mars 2011 11:32 Frá Búðarhálsvirkjun. Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna. Icesave Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna.
Icesave Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira