Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, var nú í hádeginu valinn besti leikmaður umferða 8 til 14 í N1-deild karla. Sveinbjörn hefur farið mikinn í marki toppliðsins.
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var valinn besti þjálfarinn og Akureyri fékk einnig verðlaun fyrir bestu umgjörð.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson hjá HK var valinn besti varnarmaðurinn og þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru valdir bestu dómararnir.
Lið umferða 8-14:
Markvörður: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri
Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson, Fram
Vinstri skytta: Heimir Örn Árnason, Akureyri
Hægri skytta: Ragnar Jóhannsson, Selfoss
Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH
Sveinbjörn valinn bestur í umferðum 8 til 14
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn



Valur tímabundið á toppinn
Handbolti