Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 4. mars 2011 21:36 Ryan Amaroso og Renato Lindmets í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira