Þróun á gengi krónunnar ræðst af Icesave 8. mars 2011 07:45 Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna. Þetta segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar kemur fram að í framhaldinu ætti afgangur af viðskiptum að aukast sökum óhagstæðari innflutnings og hagstæðari útflutnings og bankinn gæti því aukið gjaldeyriskaup enn frekar. Á móti gæti það haft áhrif að skil á gjaldeyrisstekjum til landsins myndu versna og ásókn aðila í að koma fé úr landi gæti aukist en hvoru tveggja yrði drifið áfram af aukinni óvissu. Allavega er ljóst að verði samningunum hafnað munu stjórnvöld þurfa að endurskoða allar efnahagsáætlanir og líklega fara aðra leiðir til að koma framkvæmdum af stað. Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur telja margir að draga munu verulega úr óvissu og lánamöguleikar innlendra aðila á erlendri grund opnast. Ekki er víst að málið sé svo einfalt, enda margir aðilar illa brenndir af viðskiptum við Íslendinga og líklegast er að lánveitendur horfi fremur til stöðu viðkomandi aðila og þeirra verkefna sem í hlut eiga fremur en stöðu ríkissjóðs. Því til stuðnings má nefna endurfjármögnun Marels undir lok síðasta árs sem fékkst á mjög hagstæðum kjörum og eins risavaxna endurfjármögnun Bakkavarar á dögunum, að því er segir í Markaðsfréttunum. Icesave Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna. Þetta segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar kemur fram að í framhaldinu ætti afgangur af viðskiptum að aukast sökum óhagstæðari innflutnings og hagstæðari útflutnings og bankinn gæti því aukið gjaldeyriskaup enn frekar. Á móti gæti það haft áhrif að skil á gjaldeyrisstekjum til landsins myndu versna og ásókn aðila í að koma fé úr landi gæti aukist en hvoru tveggja yrði drifið áfram af aukinni óvissu. Allavega er ljóst að verði samningunum hafnað munu stjórnvöld þurfa að endurskoða allar efnahagsáætlanir og líklega fara aðra leiðir til að koma framkvæmdum af stað. Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn verður samþykktur telja margir að draga munu verulega úr óvissu og lánamöguleikar innlendra aðila á erlendri grund opnast. Ekki er víst að málið sé svo einfalt, enda margir aðilar illa brenndir af viðskiptum við Íslendinga og líklegast er að lánveitendur horfi fremur til stöðu viðkomandi aðila og þeirra verkefna sem í hlut eiga fremur en stöðu ríkissjóðs. Því til stuðnings má nefna endurfjármögnun Marels undir lok síðasta árs sem fékkst á mjög hagstæðum kjörum og eins risavaxna endurfjármögnun Bakkavarar á dögunum, að því er segir í Markaðsfréttunum.
Icesave Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira