Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2011 10:02 Robert Tchenguiz var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka en útlán til hans og félaga í hans eigu námu á einum tímapunkti 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga, en sjö voru handteknir í aðgerðinni sem SFO réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Robert Tchenguiz, bróðir hans Vincent, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer&Friedlander, og Sigurður Einarsson meðal hinna handteknu en þeir voru handteknir klukkan hálfsex í morgun. Var húsleit m.a gerð á skrifstofu Rotch Property, sem er fasteignafélag í eigu Vincent Tchenguiz. Húsleitirnar og handtökurnar tengjast falli Kaupþings banka, samkvæmt upplýsingum frá Serious Fraud Office. Hundrað þrjátíu og fimm lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir. Nöfn hinna handteknu á Íslandi hafa ekki fengist upp gefin, en þeir eru sagðir 42 og 43 ára. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum SFO. Nánar verður fjallað um málið hér á Vísi í dag og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. thorbjorn@stod2.is Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Ármann Þorvaldsson líka handtekinn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009. 9. mars 2011 10:49 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi. Húsleit var gerð á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lundúnum í morgun og á heimilum átta einstaklinga, en sjö voru handteknir í aðgerðinni sem SFO réðst í með fulltingi lögreglunnar í Lundúnum og Essex. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Robert Tchenguiz, bróðir hans Vincent, Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer&Friedlander, og Sigurður Einarsson meðal hinna handteknu en þeir voru handteknir klukkan hálfsex í morgun. Var húsleit m.a gerð á skrifstofu Rotch Property, sem er fasteignafélag í eigu Vincent Tchenguiz. Húsleitirnar og handtökurnar tengjast falli Kaupþings banka, samkvæmt upplýsingum frá Serious Fraud Office. Hundrað þrjátíu og fimm lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Í Reykjavík var gerð húsleit á heimilum tveggja einstaklinga og tveir voru handteknir. Nöfn hinna handteknu á Íslandi hafa ekki fengist upp gefin, en þeir eru sagðir 42 og 43 ára. Ráðist var í þessar húsleitir og handtökur að beiðni Serious Fraud Office en lögreglumenn og rannsakendur frá embætti sérstaks saksóknara sáu um aðgerðirnar ásamt fulltrúum SFO. Nánar verður fjallað um málið hér á Vísi í dag og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. thorbjorn@stod2.is
Handtökur í Kaupþingi Tengdar fréttir Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20 Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40 Ármann Þorvaldsson líka handtekinn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009. 9. mars 2011 10:49 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tengist rannsókn SFO Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009. 9. mars 2011 10:20
Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið. 9. mars 2011 10:40
Ármann Þorvaldsson líka handtekinn Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009. 9. mars 2011 10:49