Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni Hlynur Valsson skrifar 21. febrúar 2011 22:58 Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson. Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson.
Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira