Hver einasta snerting landsliðsmanna Íslands verður skoðuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2011 23:15 Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við Prozone um leikgreiningu á landsleikjum Íslands næstu tvö árin en landsliðsþjálfarar Íslands hafa þá aðgang að mjög ítarlegum upplýsingum um frammistöðu leikmanna í landsleikjum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Samningurinn felur í sér að Prozone leikgreinir 60 leiki á ári næstu tvö árin. KSÍ mun nýta þessa leiki til leikgreiningar á leikjum landsliða Íslands en landsliðsþjálfarar hafa líka möguleika á að láta leikgreina leiki væntanlegra mótherja okkar til að hjálpa til við að undirbúa landslið okkar sem best. Samningurinn felur í sér að hver leikur er greindur niður í um 2.500 atriði og skilað tilbaka til KSÍ innan sólarhrings eftir að leikurinn hefur verið sendur til Prozone. Hver einasta snerting hvers leikmanns í leiknum er greind niður og flokkuð og hægt verður að fá nákvæmt yfirlit yfir framlag hvers leikmanns sem tók þátt í leiknum. Leikgreiningin er frábært stuðningstól fyrir landsliðsþjálfarana og er í raun bylting hvað varðar möguleika til leikgreiningar á landsliðum Íslands og mótherjum. Prozone er leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði leikgreiningar í knattspyrnu. Meira og minna allir stærstu klúbbar og knattspyrnusambönd í heiminum nota Prozone. Með þessum samningi er KSÍ að stíga mikilvægt skref í að bæta umgjörð og undirbúning landsliða okkar til að hjálpa þeim að ná áfram góðum árangri á alþjóðavettvangi. Fyrstu landsleikirnir sem verða leikgreindir verða landsleikir A-landsliðs kvenna á Algarve Cup mótinu í byrjun mars. Nú er bara að sjá hvort þessar niðurstöður frá Prozone verði algjörar hernaðarupplýsingar eða hvort að fjölmiðlar eða knattspyrnuáhugafólk fái aðgang að þeim. Hvernig sem það verður þá ættu landsliðsþjálfararnir að vera með allt á hreinu hvernig landsliðsfólkið okkar er að standa sig. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við Prozone um leikgreiningu á landsleikjum Íslands næstu tvö árin en landsliðsþjálfarar Íslands hafa þá aðgang að mjög ítarlegum upplýsingum um frammistöðu leikmanna í landsleikjum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Samningurinn felur í sér að Prozone leikgreinir 60 leiki á ári næstu tvö árin. KSÍ mun nýta þessa leiki til leikgreiningar á leikjum landsliða Íslands en landsliðsþjálfarar hafa líka möguleika á að láta leikgreina leiki væntanlegra mótherja okkar til að hjálpa til við að undirbúa landslið okkar sem best. Samningurinn felur í sér að hver leikur er greindur niður í um 2.500 atriði og skilað tilbaka til KSÍ innan sólarhrings eftir að leikurinn hefur verið sendur til Prozone. Hver einasta snerting hvers leikmanns í leiknum er greind niður og flokkuð og hægt verður að fá nákvæmt yfirlit yfir framlag hvers leikmanns sem tók þátt í leiknum. Leikgreiningin er frábært stuðningstól fyrir landsliðsþjálfarana og er í raun bylting hvað varðar möguleika til leikgreiningar á landsliðum Íslands og mótherjum. Prozone er leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði leikgreiningar í knattspyrnu. Meira og minna allir stærstu klúbbar og knattspyrnusambönd í heiminum nota Prozone. Með þessum samningi er KSÍ að stíga mikilvægt skref í að bæta umgjörð og undirbúning landsliða okkar til að hjálpa þeim að ná áfram góðum árangri á alþjóðavettvangi. Fyrstu landsleikirnir sem verða leikgreindir verða landsleikir A-landsliðs kvenna á Algarve Cup mótinu í byrjun mars. Nú er bara að sjá hvort þessar niðurstöður frá Prozone verði algjörar hernaðarupplýsingar eða hvort að fjölmiðlar eða knattspyrnuáhugafólk fái aðgang að þeim. Hvernig sem það verður þá ættu landsliðsþjálfararnir að vera með allt á hreinu hvernig landsliðsfólkið okkar er að standa sig.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn