Hildur: Gaman að spila á móti Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:00 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira