Birna: Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:30 Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Arnþór Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira