KR bikarmeistari eftir 20 ára bið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 17:57 Mynd/Daníel KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst.. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst..
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira