Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook 25. mars 2010 10:29 Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.Upphaf málsins má rekja til þess að Greenpeace setti myndband inn á YouTube þar sem maður sást borða KitKat sem er ein af vörum Nestlé með fyrrgreindum skilaboðum. Nestlé fór í hart og sagðist myndu fjarlægja myndbandið ef Greenpeace gerði slíkt ekki.Eftir þetta fór allt á fullt og netnotendur tóku málið upp á sína arma. Brátt höfðu 93.000 manns skráð sig inn á Facebook síðu Nestlé þar sem þeir létu fyrirtækið heyra það óþvegið. Skömmum ringdi yfir fyrirtækið sem var kallað ýmsum ónefnum eins og skrímsli eða yndi andskotans.Nestlé gerði þau grundvallarmistök að svara gagnrýninni fullum hálsi. Lét Nestlé vita að sér væri mjög misboðið yfir þessum ónefnum sem fyrirtækið var nefnt. Og þá fyrst varð fjandinn laus á Facebook.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir Paul Seaman sérfræðingur í almannatengslum að fyrst Nestlé hafi valið að vera á netsíðum á borð við Facebook verði fyrirtækið að hefja sig upp yfir fjöldan. Í staðinn hafi það ákveðið að stinga höfðinu í gin ljónsins. Nestlé eigi að fylgja þeim reglum sem gilda á Facebook ef það vilji verja orðstír sinn. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.Upphaf málsins má rekja til þess að Greenpeace setti myndband inn á YouTube þar sem maður sást borða KitKat sem er ein af vörum Nestlé með fyrrgreindum skilaboðum. Nestlé fór í hart og sagðist myndu fjarlægja myndbandið ef Greenpeace gerði slíkt ekki.Eftir þetta fór allt á fullt og netnotendur tóku málið upp á sína arma. Brátt höfðu 93.000 manns skráð sig inn á Facebook síðu Nestlé þar sem þeir létu fyrirtækið heyra það óþvegið. Skömmum ringdi yfir fyrirtækið sem var kallað ýmsum ónefnum eins og skrímsli eða yndi andskotans.Nestlé gerði þau grundvallarmistök að svara gagnrýninni fullum hálsi. Lét Nestlé vita að sér væri mjög misboðið yfir þessum ónefnum sem fyrirtækið var nefnt. Og þá fyrst varð fjandinn laus á Facebook.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir Paul Seaman sérfræðingur í almannatengslum að fyrst Nestlé hafi valið að vera á netsíðum á borð við Facebook verði fyrirtækið að hefja sig upp yfir fjöldan. Í staðinn hafi það ákveðið að stinga höfðinu í gin ljónsins. Nestlé eigi að fylgja þeim reglum sem gilda á Facebook ef það vilji verja orðstír sinn.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira