Læra lexíu Svavar Gestsson skrifar 9. desember 2010 15:51 Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar