Uppköst og dramatík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2010 09:01 Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar