Fréttin hefst á þessum orðum: „Höfnun Íslands á að standa við bankaskuldir sínar í Bretlandi og Hollandi gætu sent landið á svarta listann. Matsfyrirtæki munu lækka lánshæfismat landsins og gera því mjög erfitt með að afla sér nýs lánsfjár."
Tekið er fram í fréttinni að matsfyrirtækið Standard & Poors hafi þegar gefið til kynna að það muni lækka lánshæfismat Íslands. Á sama tíma eru uppi vangaveltur um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni kannski stoppa frekari lán sín til Íslands.
Rætt er við Moritz Kraemer hjá Standard & Poors sem nýlega staðfesti lánshæfi Íslands og breytti um leið horfum úr neikvæðum í stöðugar. Kraemer segir að samþykkt Icasave frumvarpsins hefði aukið við skuldir Íslands. Á móti hefði komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði opnað fyrir frekari lánveitingar frá Norðurlöndunum upp á um rúmlega 400 milljarða kr.
Fram kemur í fréttinni að þessi niðurstaða í Icesave muni væntanlega þýða það að Bretar og Hollendingar verði mótfallnir frekari aðstoð við Ísland.