John Kay um Icesave: „Við ættum að skammast okkar“ 24. febrúar 2010 07:54 Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti. „Við réttlætum fautaskap okkar gegn Íslendingum á sama hátt og slíkir fautar hafa alltaf gert: Við gerum það vegna þess að við getum það," segir Kay og bætir við; „eða við gerum það vegna þess að við héldum að við gætum það," því að mati hans hafa Íslendingar nú yfirhöndina í deilunni. „Ef þjóðaratkvæðagreiðslan sjötta mars verður haldin fær almenningur tækifæri til þess að hafna því að hann verði að standa skil á skuldbindinum banka og bankamanna." Kay segir að slík niðurstaða muni snúa málinu á hvolf og að það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar standi nú á ný í samningaviðræðum. „Við ættum að skammast okkar," segir hann að lokum. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti. „Við réttlætum fautaskap okkar gegn Íslendingum á sama hátt og slíkir fautar hafa alltaf gert: Við gerum það vegna þess að við getum það," segir Kay og bætir við; „eða við gerum það vegna þess að við héldum að við gætum það," því að mati hans hafa Íslendingar nú yfirhöndina í deilunni. „Ef þjóðaratkvæðagreiðslan sjötta mars verður haldin fær almenningur tækifæri til þess að hafna því að hann verði að standa skil á skuldbindinum banka og bankamanna." Kay segir að slík niðurstaða muni snúa málinu á hvolf og að það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar standi nú á ný í samningaviðræðum. „Við ættum að skammast okkar," segir hann að lokum.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira