Háðsádeila eða einelti? 29. október 2010 05:00 Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun