Misvægi atkvæða í ESB Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. desember 2010 05:30 Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins telur misvægi atkvæða vera brot á grundvallarmannréttindum og segir að stjórnmálafræðingar hafi ekki fundið í veröldinni jafnkerfisbundna mismunun og hann telur vera hér á landi. Með þessu styður hann þá skoðun sína að landið eigi að vera eitt kjördæmi og finnur að því í skoðun föstudagsblaðsins að ég skuli vera annarrar skoðunar. Nú liggja fyrir úrslit í kosningunni til stjórnlagaþings þar sem landið var eitt kjördæmi. Það fyrirkomulag leiðir greinilega fram að meirihlutinn fær ekki aðeins meirihluta þingsæta heldur nánast öll. Minnihlutinn fær nánast enga fulltrúa kjörna af sínu landsvæði. Kjósendur á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum eru sviptir fulltrúum sínum. Þetta misvægi er miklu meira en það sem ritstjóri Fréttablaðsins gagnrýnir, en lætur samt nú óátalið. Það skipir líklega öllu máli á hvorn veginn misvægið er. Misvægi atkvæða er víða þekkt og er rökstutt með því að líta til allra þátta og vega þá og meta saman. Íbúar í höfuðborg Bandaríkjanna fá ekki að kjósa til öldungadeildar, þar sem þeir hafi mikil áhrif fyrir í krafti aðseturs þingsins og ríkisstjórnar. Misvægi atkvæða í Kaliforníu og Alaska er 1:54, en bæði ríkin kjósa 2 fulltrúa til öldungadeildar. Misvægi atkvæða í Bretlandi milli kjördæma var mest 1:4 síðast þegar ég leit á það. En kannski er athyglisverðast misvægið milli landa í kosningum til Evrópuþingsins. Ég hygg að ritstjóri Fréttablaðsins sé fylgjandi því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Í kosningunum í fyrra var misvægi atkvæða milli kjósenda í Möltu og Danmörk 5:1, milli Danmerkur og Þýskalands 2:1 og milli Möltu og Þýskalands 10:1. Þetta er fyrirkomulag sem ritstjórinn segir vera brot á grundvallarmannréttindum, en ESB og aðildarlönd þess ekki. Ef Íslendingar ganga í sambandið og fá jafnmarga þingmenn og Malta þá vex mesta misvægi atkvæða upp í 15:1. Ég veit ekki annað en að íslensk stjórnvöld geri kröfu til þess að fá þetta misvægi atkvæða.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun