Hærra útsvar í borginni, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. desember 2010 09:40 Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt af kosningaloforðum Besta flokksins var að gera borgina skemmtilegri fyrir borgarbúa. Það var svo sem ekki útfært neitt sérstaklega en væntanlega átti ísbjörninn góði í Húsdýragarðinum og ókeypis handklæði í sundlaugunum að vera framlag til þess arna. Hvorugt er nú orðið að veruleika og þvert á móti mun ein gjaldskrárhækkunin sem ráðgerð er í borginni einmitt snúa að handklæðunum góðu í sundlaugunum. Og það er út af fyrir sig saklaust því það er svo auðvelt að koma með handklæðin með sér að heiman. Verri eru allar gjaldskrárhækkanirnar sem snúa að grunnþjónustu við barnafjölskyldurnar í borginni og hætt er við að þær hækkanir muni ekki gera borgina skemmtilegri fyrir þær fjölskyldur. Hækkun á leikskólagjöldum, minni systkinaafsláttur í leikskólum, hækkun á frístundaheimilisgjöldum og matarkostnaði í skólum og í frístund, auk annarra aukinna gjalda koma niður á öllum borgarbúum en í mörgum tilvikum enn frekar á barnafólki en öðrum. Það ber bæði vott um hugleysi og hugmyndaleysi að sækja fé til þessa hóps borgarbúa. Þetta er hópurinn sem ber að öðru leyti þyngstar byrðar, til dæmis í húsnæðisskuldum og auknum daglegum útgjöldum vegna matar og annars heimilishalds, auk þess að hafa, eins og raunar margir aðrir, tekið á sig tekjulækkun á undangengnum misserum. Á sama tíma er útsvarsprósentan í borginni ekki fullnýtt. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur bent á að með fullnýtingu útsvarsprósentu, sem þýðir hækkun um 0,25 prósentustig í stað 0,17 eins og nú stendur til, mætti sækja nærri 230 milljónir af þeim 250 sem borgin áætlar í auknar tekjur af gjaldskrám sem snúa beint að grunnþjónustu við börn. Hvað ætli ráði þeirri ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn að sækja þessa peninga til ungra barnafjölskyldna sem tilheyra vissulega öllum tekjuhópum en eru margar tekjulágar, fremur en að grípa til lítillegrar skattahækkunar sem bitnar á borgurunum í réttu hlutfalli við tekjur? Þau eru áreiðanlega mörg ömmurnar og afarnir í borginni sem viljug tækju á sig hækkað útsvar á móti því að uppkomin börn þeirra losnuðu undan auknum álögum vegna menntunar og gæslu barna sinna. Hitt er jafnljóst að grátkórinn sem alltaf upphefst þegar skattar eru hækkaðir er hávær og svo virðist sem Samfylkingin og Besti flokkurinn beri meiri virðingu fyrir honum eða óttist hann meira en unga fólkið sem vinnur að því að koma börnum til manns. Ef sama hugleysið og hugmyndaleysið ræður för þegar kemur að niðurskurði í rekstri borgarinnar er ástæða til kvíða. Verður það svo að niðurskurðurinn muni fyrst og fremst bitna á grunnþjónustu við börn og foreldra þeirra eða mun meirihlutinn í borginni sýna þá djörfung að ráðast til atlögu við verkefni sem í sjálfu sér eru góð og gild en flokkast ekki undir grunnþjónustu? Það er nefnilega svo að til þess að skemmtilegt geti verið að eiga heima í borginni verða ákveðin grunnatriði að vera í lagi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun