FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 21. júlí 2010 20:57 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn