Körfubolti

Skallagrímur rétt marði b-lið Njarðvíkur í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brenton Birmingham.
Brenton Birmingham. Mynd/Anton

Gömlu kempurnar í b-liði Njarðvíkur létu 1. deildarlið Skallagríms hafa fyrir sigrinum í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta í kvöld. Skallagrímsmenn unnu að lokum tveggja stiga sigur, 90-88 og eru því komnir áfram í átta liða úrslit.

Darrell Flake skoraði 27 stig fyrir Skallagrím og Hafþór Ingi Gunnarsson var með 23 stig. Örvar Þór Kristjánsson var með 21 stig fyrir Njarðvíkinga, Brenton Birmingham skoraði 20 stig, Oddur Pétursson var með 10 stig og þá var Óli Ragnar Alexandersson með 9 stig og 10 stoðsendingar.

Borgnesingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum en tókst aldrei að losa sig við Njarðvíkurliðið. Skallagrímur var 26-21 yfir í hálfleik, með 50-45 forystu í hálfleik og leiddi síðan með tíu stigum, 73-63, fyrir lokaleikhlutann.

Njarðvíkingar minnkuðu muninn niður í þrjú stig, 81-78, með þriggja stiga körfu frá Óli Ragnari Alexanderssyni þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en Skallagrímsmenn náðu aftur að auka muninn. Í lokin kom annar sprettur en Njarðvík tókst ekki að jafna og Skallagrímsmenn fögnuðu naumum sigri.

 

Skallagrímur-Njarðvík(b) 90-88 (50-45)



Stig Skallagríms: Darrell Flake 27, Hafþór Ingi Gunnarsson 23, Elfar Már Ólafsson 12, Halldór Gunnar Jónsson 12 (6 frák./7 stoðs.), Mateuz Zowa 9 (10 frák.), Óðinn Guðmundsson 4, Davíð  Guðmundsson 3.

Stig Njarðvíkur (b): Örvar Þór Kristjánsson 21, Brenton Joe Birmingham 20, Oddur Birnir Pétursson 10, Óli Ragnar Alexandersson 9 (10 stoðs.), Sverrir Þór Sverrisson 7, Andri Fannar Freysson 5, Gunnar Örlygsson 5, Sævar Garðarsson 5, Styrmir Gauti Fjeldsted 3, Ásgeir Snær Guðbjartsson 3.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×